Fjarðarhlaupið 2023

Fjarðarhlaupið verður haldið á Fiskidaginn mikla, laugardaginn 12.ágúst kl 10:00.

29 km Fjallahlaup (17 ára og eldri)
Við tökum stórt skref frá Fjarðarhlaupinu 2022 og hendum nú í alvöru fjallahlaup frá Siglufirði til Ólafsfjarðar. Ræst verður frá Sigló Hótel og hlaupið sem leið liggur inn Hólsdal í Siglufirði og upp í Hólsskarð. Þar er stefnan tekin niður Ámárdal, niður í Héðinsfjörð að Héðinsfjarðargöngum. Þá er stefnan sett á Víkurdal yfir Rauðskörð og niður Ytri-árdal að Kleifum í Ólafsfirði. Endamark er í miðbæ Ólafsfjarðar og er leiðin alls um 29 km löng. Farið yfir tvo fjallgarða sem báðir eru í um 700 m hæð yfir sjó.

Relive útgáfa af leiðinni Siglufjörður / Héðinsfjörður
Relive útgáfa af leiðinni Héðinsfjörður / Ólafsfjörður

17 km Fjallahlaup (12 ára og eldri)
Ræst er frá Héðinsfjarðargöngum og hlaupið sem leið liggur að Víkurdal, hlaupið inn dalinn og yfir Rauðskörð (700m) og niður Ytri-árdal að Kleifum í Ólafsfirði. Endamark er í miðbæ Ólafsfjarðar og er leiðin alls um 17 km löng. 

5/10 km skemmtiskokk
Ræst er í miðbæ Ólafsfjarðar og hlaupinn 5 eða 10 km hringur á götum og stígum. Hlaup sem hentar öllum.

Vegalengdir og gjaldskrá í Fjarðarhlaupinu:
5/10 km, skemmtiflokkur fyrir alla, þátttakandi ræður vegalengd, 4.000 kr.
17 km, fjallahlaup 12 ára og eldri, 8.000 kr. hækkar í 11.000 kr. 6.ágúst (innifalinn akstur í start frá Ólafsfirði)
29 km, fjallahlaup 17 ára og eldri, 12.000 kr. hækkar í 15.000 kr. 6.ágúst. (innifalinn akstur í start frá Ólafsfirði)

Eins og venja er með Fjarðargönguna þá verður fyrst og fremst hrikalega gaman hjá okkur í Fjarðarhlaupinu! Flott umgjörð, tónlist, úrdráttarveðlaun, veitingar eftir keppni, allir fá þátttökuverðlaun en fyrst og fremst höfum við gaman!

Skráning fer fram á netskraning.is

Drög að dagskrá fyrir laugardaginn 12.ágúst:
8-9:30 Afhending keppnisgagna (staðsetning nánar auglýst síðar)
10:00 Fjarðarhlaupið 29 km, ræst frá Sigló Hótel
11:00 Fjarðarhlaupið 17 km, ræst frá Héðinsfirði
12:00 Fjarðarhlaupið 5/10 km, ræst frá miðbæ Ólafsfjarðar.