Andrésar Andarleikarnir 2023

Andrésar Andarleikarnir voru settir í gær og keppni hófst í dag. Þetta eru 47. leikarnir sem haldnir eru og hafa krakkarnir beðið eftir leikunum í allan vetur.

Keppni hófst í dag, sumardaginn fyrsta, í blíðskaparveðri en e.t.v. ekki svo góðu færi, sérstaklega í alpagreinum. Mótshaldari, SKA, gerðu hvað þeir gátu til að hafa brautir góðar og óhætt að segja að þeir hafi staðið sig frábærlega. Erfitt er hinsvegar að halda góðum brautum í 15 stiga hita og sól, en gleði skein úr hverju andliti og gríðarleg stemmning í Hlíðarfjalli í dag.

SÓ krakkarnir stóðu sig frábærlega eins og svo oft áður, en SÓ er með 44 krakka skráða til leiks á leikunum.

Myndir frá leikunum má finna hér......

Úrslit frá leikunum koma hér inn: Alpagreinar og Skíðaganga