Andrésar Andarleikunum 2023 lokið

Nú er lokið Andrésar Andarleikunum 2023 og þar með nánast starfinu okkar þetta starfsárið. Alls voru 44 krakkar skráðir til leiks á leikunum frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar þetta árið í alpagreinum og skíðagöngu. Krakkarnir stóðu sig frábærlega í alla staði og voru félaginu til sóma. Að þessu sinni gistu félagsmenn í Hótel Hálöndum í góðu yfirlæti og áttu saman skemmtilega daga á Akureyri.

Við eigum eftir að taka saman verðlaun okkar iðkenda en eins og vanalega eru þau ófá. Þjálfarar, fararstjórar og foreldrar stóðu sig frábærlega í að halda utan um hópana okkar, gera flotta umgjörð og stóðu sig allir svakalega vel.

Við erum búin að bæta núna við um 40 myndum í albúmið okkar Andrés 2023

Öll úrslit mótsins má svo finna hér......