Andrésar leikarnir voru settir í dag

Á morgun, sumardaginn fyrsta, hefst keppni í öllum greinum á Andrésar Andar Leikunum. Skíðafélag Ólafsfjarðar er með 35 krakka á leikunum sem keppa í alpagreinum og skíðagöngu. Setningin var frábær í dag og spennustigið hátt hjá okkar krökkum, já og foreldrum líka. Veðurspá fyrir næstu daga er frábær og vonandi mæta sem flestir foreldrar, ömmur og afar í fjallið á Akureyri og taka þátt í hátíðinni.

Hægt er að fylgjast  með leikunum hér....

og á Facebook síðu leikanna hér....