Annar keppnisdagur á Andrés

Í dag hélt keppni áfram á Andrésar Andarleikunum og krakkarnir okkar standa sig frábærlega.

Eins og í gær var keppt í svigi og stórsvigi, leikjabraut og í skíðagöngunni var keppt í skemmtilegu Skícrossi með frjálsri aðferð. Reyndar setti veður strik í reikninginn, sérstaklega í alpagreinum þar sem þurfti að hætta keppni og fresta til morgun einhverjum flokkum. Skíðagangan gekk hinsvegar vel þrátt fyrir snjómuggu og keppnisbraut SKA var frábær tilbreyting fyrir krakkana.

Myndir frá leikunum má sjá hér.......

Úrslit í alpagreinum eru hér.....

Úrslit í skíðagöngu eru hér.....

Á morgun er lokadagur Andrés, þá verður áfram keppt í svigi, stórsvigi, leikjabraut og í skíðagöngu verður keppt í boðgöngu, blandaðar sveitir milli héraða.