Bikarmót SKÍ á Akureyri.

F.v. Gréta, Óli, Björg, Kamilla, Þórey, Adríana.
F.v. Gréta, Óli, Björg, Kamilla, Þórey, Adríana.

Um helgina fór fram Bikarmót SKÍ í skíðagöngu í Hlíðarfjalli. SÓ átti 7 keppendur á mótinu sem stóðu sig frábærlega.

Á föstudag var keppt í sprettgöngu með frjálsri aðferð, laugardag var svo gengið með hefðbundinni aðferð og ræst út með einstaklingsstarti. Í dag var svo gengið með frjálsri aðferð og ræst út með hópstarti. Krakkarnir okkar stóðu sig frábærlega eftir vel heppnaða æfingaferð til Noregs. Keppendur frá okkur voru Adríana Diljá Hólm Elísdóttir, Þórey Edda Rúnarsdóttir, Gréta Mjöll Magnúsdóttir, Óli Björn Þorvaldsson, Kamilla Maddý Heimisdóttir og Dagbjört Lilja Jóhannsdóttir kepptu öll í flokki 13-14 ára. Björg Glóa Heimisdóttir keppti svo í flokki 15-16 ára. 
Gréta Mjöll varð í örðu sæti bæði föstudag og laugardag og Björg Glóa varð í 3.sæti í dag. Frábær árangur hjá þeim, sem og okkar krökkum sem áttu flottar framistöður í Hlíðarfjalli og sum að stíga sín fyrstu skref á Bikarmótum SKÍ.

Til hamingju með frábæran árangur SÓ krakkar!