Bikarmót SKÍ, frábær dagur tvö í Ólafsfirði

Í dag var keppt með hefðbundinni aðferð í Bárubraut við frábærar aðstæður. Gengið var með hefðbundinni aðferð og ræst út með hópstarti.

Í karla- og kvennaflokki sigruðu aftur þau Egill Árni Gíslason SKA og María Kristín Ólafsdóttir Ulli.

Í flokki 15-16 ára stúlkna sigarði Svava Rós Kristófersdóttir, Guðrún Ósk Auðunnsdóttir varð í þriðja sæti og Sigurlaug Sturludóttir í sjötta sæti en stelpurnar gengu 7,5km í dag.

Í flokki 15-16 ára drengja sigraði Eyþór Freyr Árnason SFÍ.

Í flokki 13-14 ára drengja sigraði Jökull Ingimundur Hlynsson SFS og í flokki stúlkna sigraði María Sif Hlynsdóttir SFÍ. Björg Glóa Heimisdóttir hafnaði í fjórða sæti.

Frábær dagur í Bárubraut.

Fleiri myndir má sjá á facebook síðu Skíðafélags Ólafsfjarðar.

Öll úrslit mótsins má sjá hér.....

Á morgun sunnudag er kept í sprettgöngu sem er bráðskemmtileg og um að gera að mæta í fjallið og fylgjast með skíðamönnum framtíðarinnar!