Byrjandanámskeið SÓ skíðaganga 4.-6.janúar

Skíðafélag Ólafsfjarðar býður upp á tvö námskeið í skíðagöngu fyrir börn og fullorðna.

Byrnjandanámskeið fyrir börn fædd 2012 til 2017 verður 4. 5. og 6. janúar. Æfingar hefjast kl 16:30 og er áætlað að hver æfing taki um 45mín. Skíðafélagið reynir eftir bestu getu að útvega börnunum skíði sem ekki eiga skíði og er það þeim að kostnaðarlausu. Þjálfarar verða Jónína Kristjánsdóttir og Kristján Hauksson. Námskeiðið kostar 5.000 kr og fer skráning fram hér....

Byrjandanámskeið fyrir 18 ára og eldri verður einnig 4. 5. og 6. janúar. Æfingar hefjast kl 17:30 og er áætlað að hver æfing taki um 45 mín til 1 klst. Hægt er að leigja búnað af félaginu ef fólk á ekki til búnað, taka þá fram í skráningu ef vantar búnað. Þjálfarar verða Jónína Kristjánsdóttir, Kristján Hauksson og jafnvel fleiri ef skráning verður góð. Námskeiðið kostar 8.000 kr og fer skráning fram hér....

Í næstu viku vonumst við til að vera svo komin með nægan snjó í Tindaöxl til að keyra af stað byrjandanámskeið í alpagreinum.