Fjáröflun fyrir utanlandsferð

Í janúar fara 18 krakkar í æfingaferð til Geilo í Noregi og verða þar í 7 daga. Krakkarnir hafa verið að safna áheitum og ætla að stunda æfingar í heilan sólarhring. Æfingarnar hófust í dag kl 13:30 og munu krakkarnir taka æfingu tvo og tvo saman í eina klukkustund til skiptis. 

Það voru Sigurlaug og Björg Glóa sem byrjuðu æfingarnar.