Flottur árangur hjá Matthías á HM Unglinga í Frakklandi

Matthias Kristinsson keppti á heimsmeistaramóti Unglinga sem lauk í dag í Frakklandi. Matthias keppti fyrir Íslands hönd í svigi og stórsvigi og náði frábærum árangri í báðum greinunum.

Í gær, 2.febrúar var keppt í svigi þar sem Matthias startaði númer 56 af rúmlega 140 keppendum. Matthias var hársbreidd frá því að ná í topp 30 í fyrri ferðinni þar sem voru erfiðar aðstæður, hiti og brautin grófst, en kláraði í 32.sæti eftir fyrri ferðina. Ef hann hefði náð í topp 30 hefði hann fengið mun betra start í seinni ferðina. Engu að síður gerði okkar maður vel í seinni ferðinni þar sem hann var aðeins 0,8 sek á eftir heimsmeistaranum! Matthias endaði í 32.sæti í sviginu sem verður að teljast frábær árangur.

Í dag var keppt í stórsvigi og þar voru mun betri aðstæður, ekki sami hiti og brautin hélt sér betur. Matthias startaði nr 63 og endaði í 31.sæti. 

Virkilega gaman að sjá okkar mann á sínu fyrsta risa móti og gera virkilega vel. 

Innilega til hamingu Matthias.