Flottur dagur í Ólafsfirði

Flipp móts þátttakendur!
Flipp móts þátttakendur!

Það var flottur dagur hér á Ólafsfirði í dag. 

"Flipp" mót á svigskíðum vakti mikla lukku, en fyrri ferðin var farin afturábak og seinni ferðin á öðru skíði. Mikil stemming var meðal þátttakenda og gaman að fylgjast með. 

Fjöldi fólks lagði leið sína upp á Skeggjabrekkudal en þar var troðin 7,5km hringur með smá útúrdúr innfyrir Hóla fyrir þá sem vildu og var þá hringurinn í heild um 10km langur.  Veðrið lék við okkur, 10°hiti, logn og skýjað. 

Síðast en ekki síst lét fólk sig ekki vanta í skíðaskálann okkar þar sem við buðum upp á kaffihúsa stemmingu. Eðal kaffi úr nýju vélinni okkar, kökur og kruðerí sem gestir nutu vel.

Flottur dagur og við stefnum á flottan dag á morgun samkvæmt Páskadagskránni.