Frábær staða 18.feb

Núna kl 13 er staðan hreint frábær hér á Ólafsfirði, logn, -4° og skýjað.

Skíðagönguspor er komið í Bárubraut, miðbæinn, knattspyrnuvöll og flæðarnar, alls um 7 km.
Við minnum á að göngubrautir eru gjaldskyldar, best er að millifæra á reikn 0347-03-400377, kt: 591001-2720.
Brautargjald er 1.000 kr.

Tindaöxl verður opin frá kl 15-19 ATH BARA SKÍÐA TROÐNAR BRAUTIR!
Lyftugjöld eru 1.000 kr.
Í Tindaöxl er ekki óhætt að fara útfyrir troðnar brautir þar sem grunnt er á mela og stór grjót. Verið er að vinna í að opna svæðið alla leið upp á topp á lyftunni og koma inn suðurbakka. Töluverður snjór er nú kominn á það svæði og hefst þetta vonandi í dag. 

Helgin lítur frábærlega út, veðurspáin fín svo nú er bara að skella sér á skíði.