Hæfileikamótun SKÍ í skíðagöngu

Karen, Guðrún og Svava
Karen, Guðrún og Svava

Fyrsta hæfileikamótunarhelgi SKÍ í skíðagöngu var haldin 24. - 26. júní síðastliðinn í Reykjavík. Hæfileikamótun SKÍ er verkefni sem er farið af stað í öllum greinum og er ætlað börnum fæddum 2003-2008. Ætlunin er að kynna iðkendur fyrir því hvað felst í að ætla að ná langt í skíðaíþróttinni, fylgjast með framförum og þróun æfinga o.s.frv. Flott prógram sem SKÍ er farið með af stað.
Æfinguna sóttu, Guðrún Ósk Auðunnsdóttir, Karen Helga Rúnarsdóttir og Svava Rós Kristófersdóttir frá SÓ en auk þeirra voru unglingar af öllu landinu, alls um 15 einstaklingar á mismunandi aldri. Umsjón með æfingunni höfðu Þorsteinn Hymer og Steven Gromatka. Æfingar fóru aðallega fram á hlaupum og hjólaskíðum auk þess sem styrktaræfingar voru á dagskránni. Fyrir æfinguna höfðu allir krakkar tekið ákveðið próf sem þeir félagar höfðu útsett. 

Flott verkefni og voru stelpurnar mjög ánægðar eftir erfiða helgi í borginni.