Jónsmót á Dalvík

Sex iðkendur frá SÓ kepptu á Jónsmóti á Dalvík um liðna helgi. Jónsmótið er frábrugðið hefðbundnum mótum að því leyti að ein ferð er farin í stórsvigi, hefðbundnar tvær ferðir í svigi og einnig er keppt í sundi. Veitt eru verðlaun fyrir samanlagðan árangur í stórsvigi og sundi.

Systkinin Alexander Pétur varð 5. í stórsvigi og Natalía Perla varð í 4.sæti í sviginu og Hanna Valdís í 5.sæti í sundi. Hinir keppendurnir stóðu sig ljómandi vel og skemmtu allir sér vel á Jónsmóti.