Kaffihúsastemming, Flipp mót og Skeggjabrekkudalur

Þessi mynd er ekki tekin í dag af Skíðasvæðinu í Tindaöxl
Þessi mynd er ekki tekin í dag af Skíðasvæðinu í Tindaöxl

Flott dagskrá er í dag, Skírdag, hjá SÓ.

Skíðasvæðið í Tindaöxl er opið frá kl 13-16. Þó lítill snjór sé á svæðinu verður skemmtileg dagskrá fyrir börn sem fullorðna. Klukkan 14:00 bjóðum við upp á "Flipp" mót í svigi. Það fer þannig fram að fyrri ferðina renna þáttakendur sér afturábak, seinni ferðin er svo á öðru skíði. Um að gera að koma og prófa þetta. Skráning á staðnum og gott að mæta ekki seinna en 13:30

Bárubraut var troðin í gær, 3,5 km, og í dag verður troðinn 7,5km hringur á Skeggjabrekkudal.

Nýja barnalyftan okkar verður einnig opin frá 13-16

Í skíðaskálanum verður svo kaffihúsastemmari frá kl 13-16, Latte, Capocion, kakó og kruðerí.