Lokahóf SÓ

Lokahóf SÓ fór fram í dag í veislusal MTR. 

Verðlaun voru veitt fyrir mót vetrarins, Ólafsfjarðarmót í svigi, stórsvigi, skíðagöngu H og F auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir sprettgöngu og liðasprett. Fjöldi fólks var mættur á hófið sem tókst ljómandi vel.
Einnig voru kjörnir
Framúrskarandi ástundun: Guðrún Ósk Auðunnsdóttir
Framúrskarandi ástundun: Hanna Valdís Hólmarsdóttir
Skíðagöngumaður ársins 13-16 ára; Svava Rós Kristófersdóttir
Alpagreinamaður ársins 12-15 ára: Natalía Perla Kuleza
Alpagreinamaður ársins 17 ára og eldri: Matthías Kristinsson
Skíðagöngukona ársins 17 ára og eldri: Elsa Guðrún Jónsdóttir
Skíðagöngumaður ársins 17 ára og eldri: Sigurbjörn Þorgeirsson
Þá var einnig Matthías Kristinsson kjörinn skíðamaður ársins 2022!

Öll úrlsit móta SÓ má finna á heimasíðunni okkar www.skiol.is