Lokahóf SÓ 2023

Matthías Kristinsson skíðamaður ársins 2023
Matthías Kristinsson skíðamaður ársins 2023

Lokahóf SÓ var haldið 11.maí síðasliðinn í veislusal MTR. Veitt voru verðlaun fyrir mót vetrarins, afhentar viðurkenningar fyrir ástundun og framfarir auk þess sem útnefndir voru skíðamenn ársins. Fjöldi fólks mætti á athöfnina og var boðið upp á létt grill í lokin.

Þjálfarar alpagreina þær Sunna Eir Haraldsdóttir og Ronja Helgadóttir afhentu verðlaun fyrir ástundun og framfarir hjá 12-15 ára í alpagreinum. Viðurkenninguna fékk Dawid Saniewski. Þær Sunna og Ronja afhentu einnig verðlaun fyrir skíðamann ársins í 12-15 ára í alpagreinum og þar var annað árið í röð valin Natalia Perla Kulesza.
Jónína Kristjánsdóttir þjálfari í skíðagöngu afhenti svo viðurkenningar í skíðagöngu fyrir 13-16 ára. Viðurkenningu fyrir ástundun og framfarar fékk Haukur Rúnarsson og skíðamaður ársins er Árni Helgason.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir Skíðasamband Íslands, en þar urðu krakkarnir okkar í skíðagöngu 13-16 ára stigahæsta félagið annað árið í röð og SÓ-Elítan sigraði liðakeppni Íslandsöngunnar.

Önnur verðlaun:
Alpagreinamaður ársins: Matthías Kristinsson
Skíðagöngumaður ársins: Helgi Reynir Árnason
Skíðagöngukona ársins: Magnea Guðbjörnsdóttir
Skíðamaður ársins: Matthías Kristinsson

Matthías Kristinsson er fæddur árið 2005 og er búsettur í Noregi þar sem hann stundar nám og æfingar við Skíðamenntaskólann í Geilo. Matthías átti frábæran vetur og keppti á mjög mörgum FIS mótum aðallega í Noregi auk þess sem hann tók þátt í EYOF á Ítalíu þar sem hann náði þeim frábæra árangri að verða 8. í svigi! Matthías varð einnig Íslandsmeistari í svigi á Dalvík í vetur. Samkvæmt FIS lista fyrir tímabilið var hann með 51,21 FIS stig í 720 sæti í svigi, 73,21 FIS stig í 1721 sæti í stórsvigi og 111,75 FIS stig í 1097 sæti í risasvigi. Nú í lok tímabils er Matthías með 39,17 FIS stig í 524 sæti í svigi, 45,13 FIS stig í 679 sæti í stórsvigi og 103,45 FIS stig í 954 sæti í risasvigi, frábær árangur hjá þessum unga dreng.

Myndir frá lokahófi má sjá hér......