Loksins Bikarmót hjá 12-15 ára

Um helgina fór fram Bikarmót í alpagreinum fyrir 12-15 ára í Bláfjöllum. Upphaflega stóð til að keppa föstudag, laugardag og sunnudag en veður kom í veg fyrir það en þó tókst að keyra svig á laugardeginum við erfiðar aðsæður. Krökkunum til aðstoðar var Erla Marý Sigurpálsdóttir

Frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar voru mætt til leiks, Natalía Perla og Hanna Valdís (12-13 ára), Bríet Brá, Skarphéðinn og Dawid (14-15 ára).
Dawid endaði í 7.sæti í sviginu og Hanna Valdís í 18.sæti. Hin keyrðu því miður útúr eða voru dæmd úr leik. Á sunnudag voru svo engar aðstæður til keppni.
Krakkarnir áttu engu að síður góða ferð í borgina og næsta mót er þá líklega Unglingameistaramót Íslands nema reynt verði að halda þessi frestuðu mót fyrir þann tíma.