Matthías Kristinsson keppti í dag í svigi í Garmisch Partenkirtchen og vann þar frábæran sigur!
Matthías var með fjórða besta tíma í fyrri ferð og tók svo besta tímann í síðari ferðinni sem skilaði honum glæsilegum sigri. Fyrir mótið fékk Matthías 23 FIS stig sem bætir stöðu hans verulega á heimslista og gæti veitt honum keppnisrétt á HEIMSBIKARNUM í svigi. Það mun skýrast betur þegar næsti FIS listi verður gefinn út en það eru liðin mörg ár síðan Ísland átti rétt á að taka þátt í heimsbikar.
Frábær árangur hjá okkar manni og hamingjuóskir til þín Matthías!