Sigurbjörn annar eftir endasprett í Strandagöngunni

Þorvaldur, Sigurbjörn og Helgi
Þorvaldur, Sigurbjörn og Helgi

Í dag fór Strandagangan fram á Hólmavík, en gangan er hluti af Íslandsgöngumótaröð SKÍ. Skíðafélag Ólafsfjarðar átti 3 keppendur í göngunni, Sigurbjörn Þorgeirsson, Helga Reyni Árnason og Þorvald Svein Guðbjörnsson.

Sigurbjörn sem keppir í flokki 50-59 ára gerði sér lítið fyrir og varð annar af öllum sem tóku þátt í göngunni. Bjössi var aðeins 1 sek á eftir sigurveigara göngunnar, Sveinbirni Orra Heimissyni, og sigaraði því örugglega sinn flokk.
Helgi Reynir Árnason varð annar í göngunni og sigraði þar með í flokki 35-49 ára.
Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson kom 9. í mark og varð þar með fimmti í flokki 35-49 ára.

Strandagangan tókst með eindæmum vel og voru þátttakendur um 200 sem gengu mismunandi vegalengdir í mismunandi aldursflokkum.