SÓ-Elítan rokkaði í Fossavatnsgöngunni

SÓ-Elítan: Þórhallur, Egill Freyr, Helgi Reynir, Diljá, Helgi Már og Heiðar.
SÓ-Elítan: Þórhallur, Egill Freyr, Helgi Reynir, Diljá, Helgi Már og Heiðar.

Í gær fór frma Fossavatnsgangan á Ísafirði. Reyndar er Fossavatnið mjög stór viðburður sem hefst á fimmtudegi og stendur fram á laugardag. Laugardagurinn er engu að síður "aðal" dagurinn þar sem gengin er 50km Fossavatnsganga auk þess sem boðið er upp á styttri vegalengdir. Reyndar var gangan stytt í ár vegna snjóleysis svo gengnir voru 42km.

SÓ-Elítan mætti á Ísafjörð og allir klárir í slaginn. Helgir Reynir Árnason, Heiðar Gunnólfsson, Egill Freyr Ólason, Helgi Már Kjartansson og Diljá Helgadóttir gengu öll 50km gönguna og Þórhallur Ásmundsson 25km.
Helgi Reynir heldur áfram að eiga frábærar göngur og endaði hann í 9.sæti yfir alla, fjórði Íslendingurinn til að klára gönguna og í þriðja sæti í flokki 35-49 ára. Diljá Helgadóttir varð svo í 6. sæti yfir alla og einnig fjórði Íslendingurinn til að klára gönguna sem gaf henni annað sæti í flokki 35-49 ára. Heiðar Gunnólfsson varð í 11.sæti, Egill Freyr Ólason í 15.sæti báðir í flokki 35-49 ára. Helgi Már Kjartansson varð í 17.sæti í flokki 16-34 ára. Þórhallur Ásmundsson varð í 6.sæti í flokki 66 ára og eldri sem gengu 25km.

Frábær árangur hjá okkar fólki í frábærum viðburði. Fossavatnsgangan er ótrúlega flottur viðburður og þangað koma mjög margir erlendir keppendur þar sem gangan er hluti af Worldlopped.