Staðan 15.apríl

Skeggjabrekkudalur í fyrra, ekki alveg svona flott í dag en fínt þó
Skeggjabrekkudalur í fyrra, ekki alveg svona flott í dag en fínt þó

Staðan kl 09:40

Mikið hefur tekið upp af snjó í nótt og Skíðasvæðið í Tindaöxl er komið við þolmörk. Við munum engu að síður halda okkur við Páskaeggjaleitina kl 11:00 bæði fyrir alpagreina- og skíðagöngukrakka svo vonandi sjáum við sem flesta mæta kl 11:00 í Tindaöxl.

Opnun í Tindaöxl verður svo metin þegar líður á daginn en við reiknum með að hafa opið þar til kl 13 ca.

Verið er að troða skíðagönguspor á Skeggjabrekkudal. Þar hefur tekið mikið upp í nótt og verður brautin eitthvað öðruvísi en í gær en þó fínt spor og tilvalið að njóta útiveru á dalnum.