Styrkir frá Fjallabyggð

Fjallabyggð stóð fyrir hátíðlegri athöfn í kvöld í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Fjallabyggð afhenti þar styrki til menningarmála, hátíðarhalda, styrki til reksturs safna og setra og grænna verkefna árið 2023. Auk þessa var bæjarlistamaður Fjallabyggðar útnefndur og er það Brynja Baldursdóttir.

Skíðafélag Ólafsfjarðar fékk tvo styrki, annarsvegar styrk vegna Fjarðargöngunnar að verðmæti 350.000 kr. í niðurfellingu á leigu á íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði og menningarhússins Tjarnarborg vegna göngunnar og hinsvegar vegna endurnýjunar á ljóskösturum í Bárubraut og skíðasvæðinu í Tindaöxl upp á 500.000 kr. 

Skíðafélag Ólafsfjarðar þakkar Fjallabyggð rausnarlega styrki sem skipta okkur miklu máli.