Svava Rós sigraði í sprettgöngu á Ísafirði

Í dag var keppt í sprettgöngu á Bikarmóti SKÍ á Ísafirði. Stelpurnar okkar í 15-16 ára flokknum stóðu sig frábærlega, en þær eru allar á yngra ári. Byrjað var á tímatöku þar sem Svava Rós var með besta tímann og Guðrún Ósk með annann besta tíma. Karen Helga var með fimmta besta tíma, 40 sek á eftir Svövu.

Fjórar fyrstu stelpurnar fóru í úrslit í sprettgöngunni og Svava Rós átti frábæra göngu í úrslitum. Eftir harða baráttu við Árný Helgu frá SFS átti Svava frábæran endasprett og varð í fyrsta sæti í 15-16 ára flokki stúlkna. Guðrún endaði í fjórða sæti og Karen í fimmta.

Flottur dagur hjá SÓ á Ísafirði, á morgun hefst keppni klukkan 11:10

Öll úrslit mótsins má sjá hér......