Fjarðarhjólið 2022

Fjarðarhjólið verður haldið föstudaginn 5.ágúst kl 18:00 á Ólafsfirði.

Hjólað er á fjallahjólum bæði á malbiki og slóðum í Tindaöxl auk þess sem brautin liggur í gamla Múlaveginum, Bárubraut og meðfram Ólafsfjarðarvatni. Skemmtilegur 10 km hringur með frábæru útsýni yfir Ólafsfjörð og hækkun um 200m. Einnig bjóðum við upp á RAFHJÓLAFLOKK þar sem hjólaðir verða tvær vegalengdir, 10km og 30km og er brautin aðeins erfiðari fyrir Rafhjólaflokkinn.

Hér má sjá brautina fyrir Fjarðarhjólið
Hér má sjá brautina fyrir Rafhjólin

Skráning hjá netskraning.is....

Vegalengdir í Fjarðarhjólinu:
3km/7km, skemmtiflokkur fyrir alla, þátttakandi ræður vegalengd, 2.000 kr.
10 km, karlar og konur, 4.000 kr. hækkar í 6.000 kr. 2.ágúst.
20 km, karlar og konur 17 ára og eldri, 6.000 kr. hækkar í 8.000 kr. 2.ágúst..
10 km, RAFHJÓL, karlar og konur, 4.000 kr. hækkar í 6.000 kr. 2.ágúst.
30 km, RAFHJÓL, karlar og konur 17 ára og eldri, 6.000 kr. hækkar í 8.000 kr. 2.ágúst.
Fjarðarhjól 21km og hlaup 20km 17 ára og eldri, 9.000 kr. hækkar í 12.000 kr. 2.ágúst.

Eins og venja er með Fjarðargönguna þá verður fyrst og fremst hrikalega gaman hjá okkur í Fjarðarhjólinu! Flott umgjörð, tónlist, drykkjarstöðvar verða tvær í brautinni, tvö viðgerðarsvæði, veitingar eftir keppni, allir fá þátttökuverðlaun en fyrst og fremst höfum við gaman!

Drög að dagskrá föstudaginn 5.ágúst:
15-17:30 Afhending mótsgagna (staðsetning nánar auglýst síðar)
18:00  Rafhjólaflokkur ræstur 10km og 30 km
18:05  Fjarðarhjólið 21 km
18:10  Fjarðarhjólið 14 km og 3km/7km