Fjarðargangan 2021

Fjarðargangan fer fram á Ólafsfirði 13. febrúar 2021. Eftir frábæra göngu í fyrra munum við nú reyna að gera enn betur. Mikill metnaður er lagður í gönguna svo að upplifun þín verði sem skemmtilegust og er aðal markmiðið að hafa gaman og í leiðinni skora á sjálfan sig. Tvö undanfarin ár hefur verið uppselt í gönguna og í ár verður fjöldatakmörkum á 300 sæti.
Stemmningin er mögnuð í Fjarðargöngunni, öll aðstaða í miðjum bænum, startað í miðbænum og brautarlögn eftir götum Ólafsfjarðarbæjar að hluta. Veðrið lék við okkur 2020 og má sjá glæsilegt video frá göngunni hér.....

30 km fyrir 17 ára og eldri
Skráningargjald 8.000 kr. til og með 24.janúar, eftir það hækkar skráningargjald í 11.000 kr.
Skráningu líkur 13.febrúar kl. 09:00. Dregið í happadrætti úr skráðum þátttakendum 1.nóv, 6.des og 2.jan. Allir sem taka þátt í 30 km fá veglegan verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.

15 km fyrir 12 ára og eldri
Skráningargjald 5.000 kr. til og með 24.janúar, eftir það hækkar skráningargjald í 7.000 kr.
Skráningu líkur 13.febrúar kl. 09:00. Dregið í happdrætti úr skráðum þátttakendum 1.nóv, 6.des og 2.jan. Allir sem taka þátt í 15 km fá verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.

3,5 / 7 km ekkert aldurstakmark (þú ræður vegalengdinni)
Skráningargjald 3.000 kr, Skráningu líkur 13.febrúar kl. 09:00.allir þátttakendur fá verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.

Drög að dagskrá 12.-13. febrúar 2021
Föstudaginn 12. febrúar:
Afhending gagna og brautarlýsing
Laugardag 13. febrúar
08-10: Afhending gagna, brautarlýsing, útdráttarverðlaun.
11:00: Fjarðargangan - allir flokkar ræstir
13:00: Veisla í Tjarnarborg, verðlaunaafhending, kaffihlaðborð.

Nánari upplýsingar:
Skráning fer fram á netskraning.is/fjardarganga
Facebook: Fjarðargangan

Verið hjartanlega velkomin í Fjallabyggð!