Fjarðargangan 2024

Fjarðargangan fer fram á Ólafsfirði 9. og 10. febrúar 2024. Eins og undanfarin ár bjóðum við upp á frábæra upplifun í Fjarðargöngunni. Brautarstæðið er einstakt og liggur meðal annars eftir götum Ólafsfjarðarbæjar. Stemmningin er frábær og allir mættir til að skora á sjálfan sig, taka þátt og hafa gaman. Vissulega er keppni líka, frábær verðlaun, happdrætti, kjötsúpa, grænmetissúpa, úrdráttarverðlaun og ég veit ekki hvað og hvað.

Við byrjum aftur á föstudagskvöldinu með “NÆTUR” Fjarðargöngu og nú bjóðum við upp á bæði 15 km fyrir 17 ára og eldri auk 7,5 km sem er opið fyrir alla sem treysta sér til og langar að prófa. Frábær upplifun að ganga að kvöldi til og brautin öll nánast upplýst. Höfuðljós er að sjálfsögðu skylda.

Laugardaginn 10.febrúar verður svo "aðal" Fjarðargangan þar sem öllu verður til tjaldað. Reyndar munum við ekki spara neitt við nætur gönguna, nú verður þetta bara veisla bæði föstudag og laugardag!!!!

Eins og allir vita hefur verið uppselt í Fjarðargönguna undanfarin ár. Við höldum áfram að hafa fjöldatakmarkanir en nú verða 500 rásnúmer til sölu í Fjarðargönguna 10.febrúar. Fjöldatakmörkun í NÆTUR Fjarðargönguna verður 300 rásnúmer.

Stemmningin er mögnuð í Fjarðargöngunni, öll aðstaða í miðjum bænum, startað í miðbænum, einstök umgjörð og við hlökkum til að taka á móti ykkur.

Fjöldatakmörkun í Fjarðargönguna 10.feb 2024 er 500 rásnúmer samtals.

Fjarðargangan 30 km fyrir 17 ára og eldri (Íslandsganga SKÍ)
Skráningargjald 10.000 kr. til og með 20.janúar, eftir það hækkar skráningargjald í 14.000 kr. Skráningu lýkur 10.febrúar kl. 09:00. Dregið í happdrætti úr skráðum þátttakendum 1.nóv, 6.des og 2.jan. Allir sem taka þátt í 30 km fá veglegan verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.
Fjarðargangan 15 km fyrir 13 ára og eldri
Skráningargjald 5.000 kr. til og með 20.janúar, eftir það hækkar skráningargjald í 7.000 kr. Skráningu lýkur 10.febrúar kl. 09:00. Dregið í happdrætti úr skráðum þátttakendum 1.nóv, 6.des og 2.jan. Allir sem taka þátt í 15 km fá verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.
3,5 eða 7,5 km ekkert aldurstakmark (þú ræður vegalengdinni)
Skráningargjald 3.000 kr, Skráningu lýkur 10.febrúar kl. 09:00.allir þátttakendur fá verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.

Fjöldatakmörkun í “NÆTUR” Fjarðargönguna 9.feb 2024 er 300 rásnúmer samtals.

NÆTUR Fjarðargangan 9.febrúar 15 km fyrir 17 ára og eldri.
Skráningargjald 6.000 kr. til og með 20.janúar, eftir það hækkar skráningargjald í 8.000 kr.Skráningu lýkur 9.febrúar kl. 19:00. Dregið í happdrætti úr skráðum þátttakendum 1.nóv, 6.des og 2.jan.
NÆTUR Fjarðargangan 9.febrúar 7,5 km fyrir ALLA sem treysta sér til.
Skráningargjald 4.000 kr. Skráningu lýkur 9.febrúar kl. 19:00. Dregið í happdrætti úr skráðum þátttakendum 1.nóv, 6.des og 2.jan.

Allir sem taka þátt í NÆTUR Fjarðargöngunni fá veglegan verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.

Báðar göngurnar !!
Nætur Fjarðargangan 15 km 9.febrúar og Fjarðargangan 30 km 10.febrúar 17 ára og eldri. Skráningargjald 12.000 kr. til og með 20.janúar, eftir það hækkar skráningargjaldið í 18.000 kr.

Dagskrá mótsins er því eftirfarandi:
Föstudagur 9.febrúar
16:00 - 20:30 Sölubásar í íþróttahúsi (Ísfell Húsavík, Fjallakofinn og Everest)
16:00 - 18:45 Móttaka keppnisgagna í íþróttahúsinu
19:00 Nætur Fjarðargangan 2024 ræst
Kjötsúpa / grænmetissúpa strax að keppni lokinni
Verðlaunaafhending strax að keppni lokinni
Laugardagur 10. febrúar
08:00 - 14:00 Sölubásar í íþróttahúsi (Ísfell Húsavík, Fjallakofinn og Everest)
08:00 - 10:30 Móttaka keppnisgagna í íþróttahúsinu
08:00 - 11:00 Smurningsaðstaða í íþróttahúsi (ekki smurbekkir)
11:00 Fjarðargangan 2024 ræst
Kjötsúpa / grænmetissúpa strax að keppni lokinni
15:00 Kaffisamsæti og verðlaunaafhending í Tjarnarborg
Verðlaunað er í eftirfarandi aldursflokkum:
30 km, 17-34 ára, 35-49 ára, 50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára og eldri, kvenna og karla.15 km, þrjú efstu sæti kvenna og karla
Úrdráttarverðlaun verða dregin út í kaffisamsætinu kl 15:00

Nánari upplýsingar:

Skráning fer fram á netskraning.is/fjardarganga

Facebook: Fjarðargangan

Verið hjartanlega velkomin í Fjallabyggð!