16.jan

Troðin er um 5km hringur á Skeggjabrekkudal. Mokað er upp að golfskála og búið að hálkuverja veginn. Farið varlega, pössum hópamyndanir, 2m regluna og göngum réttsælis hringinn!

Tindaöxl, Bárubraut, knattspyrnuvöllurinn er allt lokað vegna snjóleysis. 

Fyrsta Bikarmót SKÍ fer fram um helgina á Akureyri fyrir keppendur 15 ára og eldir. Einnig er opið félagsmót fyrir 13-14 ára og þar á SÓ 4 stúlkur sem er að keppa á sínu fyrsta móti í vetur.