48. Andrésar Andar leikarnir settir í kvöld

Í kvöld voru 48. Andrésar Andar leikarnir settir við hátíðlega athöfn og brjálaða stemmningu í íþróttahöllinni á Akureyri. Keppni hefst svo á morgun fimmtudag og er keppt fram á laugardag í alpagreinum, snjóbrettum og skíðagöngu. 

Alls eru 94 þátttakendur á leikunum frá Fjallabyggð, 46 frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar og 48 frá Skíðafélagi Siglufjarðar Skíðaborg. Það verður að teljast ótrúlega flottur hópur af efnilegum krökkum. Skíðafélögin gengu saman í skrúðgöngunni í dag og voru kynnt saman inn í íþróttahöllina. 

Mikil stemmning er auðvitað á Andrésarleikunum eins og alltaf og má fylgjast með keppninni á facebook hér....

Einnig eru margar upplýsingar á heimasíðu hér...