Æfingar á fullt....

Nú liggur orðið fyrir skipulag fyrir æfingar vetrarins í öllum greinum félagsins.

Þjálfarar í vetur eru:
Alpagreinar: Gunnlaugur Ingi Haraldsson og Sunnar Eir Haraldsdóttir.
Skíðaganga: Jónína Kristjánsdóttir og Helgi Már Kjartansson
Snjóbretti: Bjarney Lea Guðmundsdóttir

Æfingaplan vetrarins er aðgengilegt hér á síðunni okkar undir "Æfingar / Vetur 2022"

Hver grein er svo með facebook hópa en þar eru settar inn allar nýjustu upplýsingar er snúa að æfingum.

Byrjandanámskeið fyrir krakkana hefjast vonandi fljótlega, eða um leið og snjórinn tekur við sér.

Auðvitað er snjóleysið að setja strik í reikninginn hjá okkur þessa dagana en alpagreina æfingar og snjóbretta æfingar fara fram á Siglufirði en skíðagangan tórir enn hér í firðinum fagra á síðustu kornunum.

Facebook hóparnir eru:
Alpagreinar SÓ
Gönguæfingar Ólafsfirði
Snjóbrettagengi SÓ