Æfingar á skíðum!

Fyrsta æfingin á gönguskíðum var um helgina á knattspyrnuvellinum. Snjóað hefur lítillega í firðinum fagra og voru krakkarnir mjög ánægðir með að komast á skíðin. Í dag var svo aftur æfing á skíðum en áætlað er að hafa inniæfingu á fimmtudag og halda áfram með þær einu sinni í viku fram að jólafríi.