Árni og Karen í 1.sæti !

Keppt var með hefðbundinni aðferð í dag á bikarmótinu á Akureyri og stóð okkar fólk sig áfram frábærlega

Árni Helgason sigraði 13-14 ára flokk drengja sem gengu 3,5 km. Karen Helga Rúnarsdóttir sigraðu 5km göngu stúlkna 15-16 ára. Í flokki stúlkna 13-14 ára varð Svava Rós Kristófersdóttir í 2.sæti, Guðrún Ósk Auðunsdóttir 3.sæti, Silja Rún Þorvaldsdóttir 4.sæti og Sigurlaug Sturludóttir í 5 sæti. Alls voru 8 stelpur sem gengu 3,5 km. Í kvennaflokki varð Lísebet Hauksdóttir í 5.sæti.

Frábær dagur hjá okkar fólki, til hamingju öll og áfram SÓ