Árskort á tilboði til 31.janúar.

Nú eru síðustu forvöð að fá árskort hjá okkur á tilboði, en 1.febrúar rennur tilboðið á þeim út.

Árskort á tilboði til og með 31.janúar 2024
Börn 16 ára og yngri, 7.000 kr. verður 10.000 kr.
Fullorðnir 17 ára og eldri, 10.000 kr. verður 13.000 kr.
Árskort í lyftu og göngubrautir, fullorðinn 20.000 kr. verður 26.000 kr.

Best er að kaupa árskortin í skíðaskálanum á opnunartíma sem er áætlaður 16-19 virka daga og frá 13-15 um helgar. Opnunartími er annars breytilegur eftir veðri og aðstæðum.

Einnig er hægt að greiða beint til félagsins og er þá best að hafa samband við Gyðu Þóru Stefánsdóttur, gjaldkera.