Árskort á tilboði til áramóta

Nú er hafin sala á árskortum á skíðasvæðin á Ólafsfirði. Skíðafélag Ólafsfjarðar er áfram rekstraraðili skíðasvæðisins í Tindaöxl auk þess sem við troðum brautir í Bárubraut og víðar ef snjóalög leyfa.

Tilboð á árskortum, tökum við gjafabréfi frá Fjallabyggð

Árskort alpagreina 18 ára og eldri 10.000 kr. Eftir áramót 13.000 kr. (gengur upp í árskort í Skarðsdalinn) Norðurlandskort fylgir!

Árskort skíðaganga 18 ára og eldri 10.000 kr. Eftir áramót 13.000 kr. Norðurlandskort fylgir!

Árskort Tindaöxl og skíðaganga 18 ára og eldri 17.500 kr. Eftir áramót 21.000 kr.

Framhaldsskóla gjald er 5.000 kr. Eftir áramót 7.000

Iðkendur 17 ára og yngri eru með árskort innifalin í æfingagjöldum.

67 ára og eldri eru frítt á skíðasvæðin okkar

Árskort eru greidd inn á reikning félagsins nr 0347-03-400377, kt 591001-2720 eða með gjafabréfi frá Fjallabyggð

Nánari upplýsingar gefur Kristján Hauksson, s 892-0774 / skidafelagolf@gmail.com