Bikarmót í Bláfjöllum

Um helgina fer fram annað Bikarmót SKÍ í Bláfjöllum. Keppni átti að hefjast í gær  með sprettgöngu sem var frestað vegna veðurs. 

Keppni hefst því í dag kl 11 þar sem keppt verður með hefðbundinni aðferð og kl 13:30 verður svo keppt í sprettgöngunni sem fram átti að fara í gær. Ekki verður meira keppt þessa helgi þar sem nú þegar er búið að blása af keppni sunnudagsins vegna slæmrar veðurspár.

Karen Helga Rúnarsdóttir keppir í flokki 15-16 ára og Lísebet Hauksdóttir í kvennaflokki en þetta Bikarmót er fyrir 15 ára og eldri. 

Hægt er að fylgjast með gangi má á www.timataka.net