Bikarmót SKÍ á Ísafirði

Í dag hófst annað bikarmót vetrarins í skíðagöngu sem fram fer á Ísafirði um helgina. Mótið er fyrir 15 ára og eldri og í dag var keppt með frjálsri aðferð. 
Skíðafélag Ólafsfjarðar á þrjá keppendur á mótinu, Guðrún Ósk Auðunnsdóttur, Karen Helgu Rúnarsdóttur og Svövu Rós Kristófersdóttur. Þær kepptu allar í dag í 5 km göngu í flokki 15-16 ára. Svava Rós varð í 3.sæti, Guðrún í 4.sæti og Karen í 5.sæti. Flottur dagur hjá stelpunum en á morgun verður keppt í sprettgöngu sem hefst kl 11:10