Bikarmót SKÍ, skíðagöngu

Um síðustu helgi, 12.-14. janúar fór fram Bikarmót SKÍ í skíðagöngu á Akureyri. SÓ átti sjö þátttakendur á mótinu sem stóðu sig öll frábærlega. 

Í flokki 13-14 ára stúlkna keppti Björg Glóa Heimisdóttir, í flokki 15-16 ára kepptu Sigurlaug Sturludóttir, Guðrún Ósk Auðunnsdóttir, Svava Rós Kristófersdóttir, Árni Helgason og Haukur Rúnarsson. Í kvennaflokki keppti svo Karen Helga Rúnarsdóttir.

Á föstudag var keppt í sprettgöngu með hefðbundinni aðferð. Þar sigurðu bæði Árni og Svava, Guðrún Ósk varð í 2.sæti, Karn Helga í 3.sæti, Björg Glóa í 5.sæti og Haukur í 5.sæti.

Á laugardag var svo keppt í mismunandi vegalengdum eftir aldri með frjálsri aðferð. Þar héldu snillingarnir okkar áfram að gera það gott. Svava Rós sigraði aftur og Guðrún Ósk aftur í 2.sæti og Sigurlaug í 4.sæti. Árni var annar og Haukur fimmti. Björg Glóa fjórða og Karen Helga varð í 3.sæti í kvennaflokki, önnur í sínum flokki 17-18 ára. 

Mótinu lauk svo með hefðbundinni göngu á sunnudag. Í 15-16 ára flokki stúlkna sigarði Svava Rós, Guðrún Ósk í 2.sæti og Sigurlaug 4.sæti. Í 15-16 ára flokki drengja varð Árni þriðji og Haukur fimmti. Í flokki 13-14 ára stúlkna varð Björg Glóa þriðja og í kvennaflokki varð Karen Helga fimmta, sem gerði þriðja sæti í 17-18 ára flokki.

Frábær helgi hjá okkar fólki.