Bikarmóti á Akureyri lokið

Í dag lauk fyrsta bikarmóti vetrarins í skíðagöngu sem fram fór á Akureyri.

Í dag var keppt með hefðbundinni aðferð og ræst með hópstarti.

Í flokki 13-14 ára drengja sigraði Árni Helgason og Haukur Rúnarsson varð fjórði.

Í flokki stúlkna 13-14 ára varð Silja Rún Þorvaldsdóttir þriðja og Sigurlaug Sturludóttir sjöunda. 

Í flokki stúlkna 15-16 ára varð Svava Rós Kristófersdóttir önnur og Guðrún Ósk Auðunsdóttir þriðja.

Frábær helgi hjá krökkunum.