Bikarmóti SKÍ í Bláfjöllum lokið

Karen Helga Rúnarsdóttir
Karen Helga Rúnarsdóttir

Um helgina fór fram annað Bikarmót SKÍ um helgina. Keppni var frestað strax á föstudag vegna veðurs og jafnframt ákveðið að hætta við keppni á sunnudag vegna óhagstæðrar veðurspár.

Mótshaldari ákvða því að keppa á laugardag, bæði í göngu með hefðbundinni aðferð og einnig í sprettgöngu. 

Karen Helga Rúnarsdóttir keppti í flokki stúlkna 15-16 ára og varð í þriðja sæti í báðum keppnunum.

Lísebet Hauksdóttir keppti í 5.km göngu kvenna og varð í 5.sæti.

Ljómandi fínn dagur í Bláfjöllum og góður árangur hjá okkar fólki.