Björn Þór sæmdur riddarakrossi!

Í gær sæmdi for­seti Íslands 14 Íslend­inga heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu á Bessastöðum við hátíðlega athöfn. Meðal annars fékk Björn Þór Ólafs­son fyrr­ver­andi íþrótta­kenn­ari í Ólafs­firði, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til skíðaíþrótta, fé­lags­mála og menn­ing­ar­lífs í heima­byggð.

Við sem höfum þekkt Bubba og verið samferða honum í gegnum tíðina vitum öll að þessi orða fór á réttan stað.

Skíðafélag Ólafsfjarðar óskar Birni Þór innilega til hamingju og þakkar honum um leið ótrúlegt starf undanfarna áratugi og auðvitað er karlinn enn á fullu með okkur í öllu okkar starfi.