Dæluskúr klæddur

Um síðustu helgi hófst vinna við að klæða dæluskúr, sem reyndar er gamli geymsluskúrinn okkar, þegar sniðin var niður járnklæðning á skúrinn. Í dag mættu svo nokkrir sjálfboðaliðar og komu klæðningunni á skúrinn. Allt annað að sjá þetta og bara smá frágangur eftir sem vonandi klárast fljótlega. Þá er stefnan að setja inn í skúrinn allar slöngur, rafmagnskapla og dælustöðina fyrir snjóbyssurnar.

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu félagsins.

Takk fyrir aðstoðina