Dregið í hjólaratleik

Þessir duglegu krakkar tóku þátt í hjólaratleiknum
Þessir duglegu krakkar tóku þátt í hjólaratleiknum

Í byrjun september setti SÓ upp hjólaratleik. Þátttakan var ekki mikil að þessu sinni en nú höfum við dregið út einn heppinn.

Leikurinn gekk út að fara á ákveðna staði á korti og finna mynd sem tekin var á þeim stað. Númera þurfti svo saman kort og mynd og skila inn til félagsins. Þáttakan var ekki mikil að þessu sinni en nú höfum við dregið út Sigurlaugu Sturludóttur sem hefur unnið gistingu fyrir tvo á Sigló Hótel.

Sigurlaug er dugleg stúlka sem vann einnig í ratleiknum okkar í ágúst.

Til hamingju Sigurlaug og þið hin, takk fyrir þátttökuna.