Fjórða Bikarmót skí í skíðagöngu fór fram um helgina í Bláfjöllum.

Fjórða Bikarmót skí í skíðagöngu fór fram um helgina í Bláfjöllum. SÓ átti þar fjóra efnilega þátttakendur sem stóðu sig með eindæmum vel!

Keppni hófst á föstudag þegar keppt var í sprettgöngu með frjálsri aðferð. Á laugardag svo einstaklingsstart og gengið með hefðbundinni aðferð. Keppni lauk svo í dag, sunnudag, þegar aftur var einstaklingsstart en gengið með frjálsri aðferð. Krakkarnir okkar stóðu sig frábærlega vel og má sjá öll úrslit mótsins hér....

Mótahald gekk allt vel fyrir sig og aðstaða hjá Ullungum hefur tekið miklum framförum með nýjum skála sem þau tóku formlega í notkun um síðustu helgi.