Flottur dagur, Bikarmót, námskeið og Tindaöxl

Stuð á krökkunum á Ísafirði
Stuð á krökkunum á Ísafirði

Annar keppnisdagur á Bikarmóti SKÍ á Ísafirði fór fram í dag. Keppt var með frjálsri aðferð í ýmsum vegalengdum og aldrusflokkum. Helstu úrslit urðu þau hjá SÓ krökkunum að Árni Helgason varð annar í 3,5 km göngu drengja 13-14 ára, Svava Rós Kristófersdóttir önnur, Silja Rún Þorvaldsdóttir þriðja og Guðrún Ósk Auðunnsdóttir fjórða í 3,5km göngu stúlkna 13-14 ára. Karen Helga Rúnarsdóttir varð fjórða í 5km göngu stúlkna 15-16 ára. Frábær dagur hjá krökkunum á Ísafirði.

Tindaöxl var opin í dag frá 13-17 og fín mæting í fjallið. Æfing var hjá krökkunum og aðstæður flottar.

Í dag var svo troðin Bárubraut auk 5,7km hrings á flæðum og suður að Burstabrekkueyri. Um 90 manns var á námskeiðum í dag, auk fjölda fólks á gönguskíðum sem nýttur sér frábærar brautir.

Á morgun er stefnan sú sama, Tindaöxl opin frá 13-17, sömu brautir troðnar fyrir skíðagöngu.

Komdu út að leika!