Flottur vinnudagur

Auðunn og Kristó sáttir með efsta netið í Bárubraut
Auðunn og Kristó sáttir með efsta netið í Bárubraut

Áfram var haldið í dag, laugardaginn 3.október. Borið á skúrana og net löguð í Bárubraut. Komið með efni í grunninn fyrir tímatökuhúsið og því komið á sinn stað!

Það var ekki fjölmennt en heldur betur góðmennt. Vaskar dömur, Birna, Sunna og Kamilla, skelltu sér í að bera fúavörn á lyftuskúrinn og geymsluskúrinn og voru ekki lengi að græja það. Vaskir kappar, Auðunn, Kristófer og Kristján, fóru í Bárubraut og löguðu, lengdu og betrumbættu öll net fyrir ofan veg. Helgi Reynir kom svo með efnið í grunninn og Gulli kom því á sinn stað. Heldur betur frábær dagur hjá okkur og áfram verður haldið næsta laugardag.