Frábær aðsókn í byrjendanámskeið

Sunna Eir Haraldsdóttir setti nýverið af stað byrjendanámskeið fyrir börn á aldrinum 4-6 ára í alpagreinum. Hennar hægri hönd á neimskeiðunum hefur verið Álfheiður Líf Friðþjófsdóttir.

Nú er tveimur námskeiðum rétt ólokið og eru krakkarnir orðin lyftufær að námskeiði loknu. Fjöldinn hefur verið fimm börn á námskeiði og er þriðja námskeiðið að hefjast og reiknar Sunna með að þegar þessu lýkur verði um 13-14 nýliðar lyftufærir.
Kennslan fer öll fram nánast maður á barn svo þeim Sunnu og Álfheiði til aðstoðar hafa verið elstu krakkarnir okkar í SÓ, þau Víkingur, Skarphéðinn, Natalia, Bríet Brá, Hanna og Fjóla. En þeim var einmitt boðið út að borða á Höllin Veitingahús á dögunum í boði félagsins sem smá þakklætisvott fyrir þeirra framlag.

Í framhaldinu mun svo Sunna setja af stað leikjanámskeið fyrir þennan hóp sem verður á miðvikudögum og laugardögum og verður það auglýst betur síðar.