Iðkendur og fereldrar frá SÓ og SSS fóru saman í æfingaferð til Nordseter 2.janúar og eru nú komnir heim eftir frábæra 10 daga í Noregi.
Haldið var til í Nordseter sem er ofan við skíðabæinn Lillehammer. Aðstæður til skíðaiðkunar voru flottar þrátt fyrir að ekki væri rosalega mikill snjór á svæðinu. Æft var alla daga, börn og fullorðnir og fjöldi brauta til að velja um.
Dagarnir voru misjafnir, langar æfingar og svo styttri en flesta daga voru tvær æfingar á dag. Skíðað var frá Nordseter til Sjusoen einn daginn, tekinn þar hádegismatur og skíðað svo til baka aftur. Einnig var annan dag skíðað til Lillehammer og rúta tekin heim til baka.
Að sjálfsögðu var slakað vel á á milli æfinga, borðaður góður matur og spilakvöldin voru vinsæl.
Þjálfarar í ferðinni voru Jónína Kristjánsdóttir og Jón Garðar Steingrímsson og stóðu þau sig frábærlega.
Hópurinn er nú kominn heim, fyrsti snjórinn kom svo í nótt svo vonandi bætir enn í og við förum að fá góðan skíðavetur hér í firðinum fagra.
Myndir úr ferðinni má sjá í albúmi.........