Frábær dagur hjá SÓ

Það er óhætt að segja að dagurinn hafi verið frábær í Ólafsfirði í dag. Fjöldi fólks á skíðum við frábærar aðstæður þó snjórinn mætti vera meiri hér í firðinum.
Skíðagöngunámskeið hófust kl 09 í morgun í Bárubraut þar sem um 70 manns eru á námskeiði í frábæri samstarfi SÓ, Hótel Sigló og SSS. Um hádegi opnaði svo skíðasvæðið í Tindaöxl, veitingasala er nú leyfð og var mjög góð aðsókn í fjallið auk æfinga hjá snjóbretta- og alpagreinahópum okkar. Eftir hádegi var svo komið að seinnan námskeiðinu frá Hótel Sigló, um 70 manns og bættis við það kl 14:30 um 40 manns frá Mundó í samstarfi við SÓ.
Einnig ber að nefna að frábær flokkur þjáflara frá SÓ eru nú staddir á Egilsstöðum með um 70 manns á byrjendanámskeiðum þar í samstarfi við heimamenn. Það er því óhætt að segja að dagurinn hafi verið frábær í alla staði. 
Þrátt fyrir þennan fjölda á svæðinu gekk vel að fylgja sóttvörnum og frábært að sjá hvað fólk virðir bæði grímuskyldu og 2m fjarlægð.