Frábær fjölskyldu sunnudagur á skíðum.

Í dag héldum við áfram með fjölskyldu sunnudaga í fjallinu. Fjöldi manns var mættur á skíði kl 13 í dag og voru markmið dagsins að ganga samtals 50km og renna sér 100 ferðir í fjallinu. Þetta var vissulega sameiginlegt markmið þar sem hver og einn merkti við ferð eða hring og kom fljótt í ljós að þetta voru frekar léleg markmið, hehe.

Þegar klukkan sló 15 þá var búið að skrásetja 225km í skíðagöngu og löngu búið að ná 100 ferðum í fjallinu. Eins og áður var þátttakan frábær, börn og fullorðnir saman á skíðum. Flott umgjörð hjá okkur og skemmtileg stemmning.

Vöfflukaffi í skálanum og allir nutu dagsins.