Frábærir Andrésarleikar

48. Andrésar Andar leikarnir fóru fram á Akureyri 24.-27. apríl síðastliðinn. Alls voru 46 krakkar skráðir til leiks frá SÓ og stóðu þau sig frábærlega.

Alls fengu krakkarnir okkar 9 Andrésar titla auk þess að ná í 14 önnur verðlaunasæti á leikunum. Einnig voru margir krakkar að bæta sig mikið þó það hafi ekki skilað þeim í verðlaunasæti. Okkar fólk gisti á Hótel Hálönd við frábærar aðstæður og naut leikanna í botn. Veður slapp fyrir horn, frábært á sumardaginn fyrsta, en nokkuð var um þoku hina dagana. Frábær dagskrá Andrésarnefndar hitti í mark hjá krökkunum og foreldrum svo um munaði. 
Við verðum að segja frá því að félagar okkar í SSS voru með 51 barn á Andrésarleikunum svo alls voru 97 keppendur frá Fjallabyggð. SSS átti líka 5 titla á leikjunum og slatta af verðlaunum svo Fjallabyggð vakti mikla athygli sem er frábært.