Framkvæmdir í Bárubraut

Mikið hefur verið ýtt út í Bárubraut í sumar sem mun gera mjög mikið fyrir brautina okkar. Það er að sjálfsögðu Helgi Reynir / Árni Helgason ehf sem græjaði þetta fyrir okkur. Flötin við marksvæðið hefur verið lengd til suðurs sem stækkar flötina nánast um helming, lokabrekkan að flötinni er orðin 9m breið og mun þetta uppfylla kröfur FIS um breidd á brautum sem er frábært. Auk þess auðveldar þetta okkur mikið æfingar fyrir yngri sem eldri og gerir mikið fyrir svæðið. Einnig var ýtt út ýmsar beygjur í brautinni og breikkað troðarasporið nánast um alla braut. Við erum því ótrúlega spennt fyrir vetrinum en fyrst og fremst þakklát fyrir verkið!